Guðmundur Axel með U17 til Finnlands

gudmundur_axel150317gk
gudmundur_axel150317gk

Selfyssingurinn Guðmundur Axel Hilmarsson hefur verið valinn í lokahóp U17 ára landslið karla í knattspyrnu fyrir Evrópukeppnina í Finnlandi sem hefst í næstu viku.

Guðmundur hefur átt fast sæti í leikmannahópi U17 liðsins á þessu ári og spilað sex landsleiki.

Hann heldur til Finnlands með liðinu á mánudag en fyrsti leikur Íslands er gegn Finnum miðvikudaginn 27. september. Ísland er einnig með Færeyjum og Rússlandi í riðli.

---

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl