Handboltabúðir Arons Kristjánssonar á Selfossi

Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun, ásamt Handknattleiksdeild Umf. Selfoss, halda handboltanámskeið fyrir krakka fædda 1998-2005 dagana 18. -19. október í íþróttahúsi Vallaskóla og Iðu. Þessa daga er vetrarfrí í skólunum á Selfossi. Námskeiðinu verður skipt upp tvo aldurshópa, eldri hópur fædd 1998-2001 og yngri hópur fædd 2002-2005.

Hver aldurshópur verður á þremur æfingum undir stjórn landsliðsþjálfarans auk þess sem Aron heldur frábæran fyrirlestur fyrir alla þátttakendur. Iðkendur handknattleiksdeildar eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri að æfa undir stjórn landsliðsþjálfarans og fá fyrirlestur og hvatningu hvernig haga beri æfingum. Nýir félagar eru einnig velkomnir.

Athugið að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda sem komast á námskeiðið. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Þátttökugjald er kr. 2.000 og fer skráning fram á netfanginu handbolti@gmail.com.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur íþróttahús Vallaskóla:

9:30-11:00           Eldri

11:00-12:00         Yngri

12:00-12:30         Nesti og spjall/fyrirlestur yngri

12:30-13:30         Yngri

Föstudagur Iða:

14:00-15:30        Eldri

15:45-16:45        Fyrirlestur-Eldri

Laugardagur íþróttahús Vallaskóla:

9:30-11:00           Yngri

11:00-12:30          Eldri