Haustmót 2 fór fram á Selfossi um helgina

fsi_rammi_1027677098
fsi_rammi_1027677098

Haustmót 2 var haldið í Iðu Selfossi  Laugardaginn 25 nóvember. Mótið byrjaði snemma um  morguninn og stóð yfir allan daginn og fram á kvöld. Selfoss var með þrjú lið í 2. flokki kvenna  á mótinu.

Selfoss 1 lenti í 2. sæti  eftir harða baráttu við Gerplu.

Selfoss 3 hafnaði í 8. sætinu og Selfoss 2 í því 12. Þessi lið eru bæði á yngri ári í þessum flokk.

Mótið fór vel fram og keppendur stóðu sig vel og voru allir til fyrirmyndar.