Hitað upp fyrir EM - 2. hluti

Fimleikar_Alma Rún
Fimleikar_Alma Rún

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. - 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Önnur í röðinni er Alma Rún Baldursdóttir sem keppir með blönduðu liði unglinga.

Alma Rún er fædd 2000 og eru foreldrar hennar Sarah During og Baldur Rúnarsson.

Fyrirmynd: Sif Pálsdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir.

Í hve marga klukkustundir hugsar þú um fimleika á sólahring? Þessa dagana nánast allan daginn. :-)

Uppáhalds morgunmatur: Amerískar pönnsur með ferskum ávöxtum.

Markmið á EM: Að gera mitt allra besta og komast á pall.

Eftirminnilegasta fimleikamótið: Norðurlandamótið 2014 með blönduðu liðið Selfoss.

Við óskum Ölmu Rún góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson