Hitað upp fyrir EM - 5. hluti

Fimleikar_Rikharð Atli
Fimleikar_Rikharð Atli

Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi dagana 15. - 18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum. Mótið er einstakur viðburður í íþróttasögu Íslendinga en það verður sett með glæsilegri opnunarhátíð miðvikudaginn 15. október klukkan 17:00 í Frjálsíþrótthöllinni í Laugardal.

Við hitum upp fyrir mótið með viðtölum við landsliðsfólk Selfyssinga sem birtast hér á vef Umf. Selfoss á hverjum degi fram að móti.

Fimmti í röðinni er Rikharð Atli Oddsson sem keppir með blönduðu liði unglinga.

Rikharð Atli er fæddur 1998 og eru foreldrar hennar Oddur Hafsteinsson og Maria Auður Steingrímsdóttir.

Hver er fyrirmynd þín í fimleikum? Fyrirmyndin mín er Mads Pind.

Hvað hugsar þú um áður en þú hleypur inn á dansgólfið? Fyrir gólfið hugsa ég um að spenna hendur og ristar.

Uppáhaldsmorgunmatur: Ristað brauð, hrærð egg, beikon og eplasafi til að drekka með.

Hvert er eftirminnilegasta mótið?  Það er örugglega NM 2014 með blönduðu liði Selfoss í vor.

Hver eru markmiðin á EM? Það er að komast upp á verðlaunapall.

Við óskum Rikharð Atla góðs gengis á Evrópumótinu.

Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu að næla ykkur í miða á Midi.is og veita afreksíþróttamönnum okkar stuðning beint í æð með því að mæta í Laugardalinn og styðja landsliðin okkar.

ÁFRAM ÍSLAND!


Fyrri kynningar:

Eysteinn Máni Oddsson

Alma Rún Baldursdóttir

Konráð Oddgeir Jóhannsson

Nadía Björt Hafsteinsdóttir