Hólmfríður aftur til Selfoss

Hólmfríður júní 2021
Hólmfríður júní 2021

Hólmfríður Arna Steinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hólmfríður, sem er aðeins 17 ára, er leikstjórnandi og spilaði með Selfoss tímabilið 2019-20.  Hólmfríður er uppalin í Eyjum og spilaði með ÍBV á síðasta tímabili.  Þá hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Hólmfríði hjartanlega velkomna til baka og verður spennandi að fylgjast með meistaraflokki kvenna á komandi tímabili, undir stjórn Svavars Vignissonar.

 


Mynd: Hólmfríður Arna
Umf. Selfoss / ÁÞG