Hópfimleikahelgi á Skaganum

Meistaraflokkur Selfoss frumsýnir nýjan dans.
Meistaraflokkur Selfoss frumsýnir nýjan dans.

 

Mótaröð 2 og seinni hluti GK móts fór fram í glæsilegu hópfimleikahúsi á Akranesi um liðna helgi. Veðrið var að leika okkur grátt en létum það ekki stoppa okkur og allir keppendur Selfoss mættir til keppni þrátt fyrir veðurviðvaranir.

Á laugardeginum átti fimleikadeild Selfoss tvö lið á Mótaröð 2, lið 2 flokks og lið Meistaraflokks. Þetta mót er þannig uppsett að allir keppa móti öllum, frá 2 flokk upp í meistaraflokk. Mótið er notað til þess að keyra ný stökk en lendingardýnur eru með mýkra móti. Lið meistaraflokks frumsýndi nýjan dans á mótinu og var mikil spenna í kringum það. Þau höfnuðu í 9 sæti á mótinu. Þjálfarar og iðkendur eiga hrós skilið fyrir þrautseigju og metnað.

Lið 2 flokks átti virkilega góðan dag og hafnaði í 5 sæti eftir glæsilegar æfingar og þá sérstaklega dýnuæfingar. Metnaðarfullar og kraftmiklar stúlkur þar á ferð.

Á Sunnudeginum var seinni hluti GK Móts þar sem Selfoss átti 2 lið í 3 flokki kvenna. Keppt var í A og B deild. Selfoss 1 hafnaði í 2 sæti í A deildinni og Selfoss 2 hafnaði í 4 sæti í B deildinni. Hér eru ungar og upprennandi fimleikastúlkur á ferð.

Þjálfarar fimleikadeildar Selfoss voru heilt yfir ánægð með helgina og vilja koma á framfæri þökkum til foreldra sem stóðu veðurvaktina og sáu um að koma öllum heilum heim.

ÁFRAM SELFOSS

Úrslit á mótum helgarinnar HÉR.