Hreyfivika UMFÍ

Move-Week-Hreyfivika
Move-Week-Hreyfivika

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ.

Hreyfivika UMFÍ snýst öðru fremur um það að kynna kostina sem felast í virkri hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Einn liður í vikunni er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Árið 2015 tóku 28 sveitarfélög virkan þátt í keppninni og syntu 4.300 einstaklingar samanlagt 4.900 kílómetra sem er álíka langt og frá Íslandi til New York!

Á síðasta ári myndaðist afar skemmtileg stemning í mörgum sveitarfélögum í Hreyfiviku UMFÍ. Fólk hvatti hvert annað til þess að taka þátt, ekki að leggjast beint í heita pottinn heldur byrja á því að synda nokkrar ferðir í sundlauginni og slappa síðan af.

HSK hvetur aðildarfélög og sveitarfélögin á sambandssvæðinu að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ 23.-29. maí nk. Allar nánari upplýsingar veita landsfulltrúarnir Sabína Steinunn og Ragnheiður. Netfang hreyfivika@umfi.is og simi 568 2929.