Hreyfivikan í Árborg

Hreyfivika2014
Hreyfivika2014

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september – 5.október 2014. Hreyfivikan er hluti af „The Now We Move 2012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á heimasíðu Hreyfivikunnar á Íslandi, skráðu þig og vertu með okkur í því að koma Ísland á hreyfingu í Hreyfivikunni.

Allar nánari upplýsingar gefur Sabína landsfulltrúi UMFÍ.

Sveitarfélagið Árborg, Umf. Selfoss og ýmis félagasamtök í Árborg taka þátt í Hreyfivikunni og hvetja íbúa Árborgar til að huga að hreyfingu og almennri heilsu.

Sveitarfélagið Árborg býður uppá opin fyrirlestur um næringu og heilsu þriðjudaginn 30. september kl. 20:00 í íþróttahúsinu IÐU. Þar mun Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur fara yfir nokkur mikilvæg atriði tengt heilsu og hreyfingu.

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss býður nýjum iðkendum að æfa endurgjaldslaust alla vikuna. Skoðaðu æfingatíma Frjálsíþróttadeildar veturinn 2014-2015.

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn taka sérstaklega vel á móti nýliðum þessa viku á þriðjudegi eða fimmtudegi kl. 17:15 við Sundhöll Selfoss.

Sportstöðin býður frítt í stöðina alla Hreyfivikuna og er með sérstakt tilboð í vildarklúbb Sportstöðvarinnar eða 5.500 kr. á mánuði. Innifalið er m.a. aðangur í opna tíma, 25% afsláttur á flest námskeið og vildarklúbbskort. Fyrstu tveir mánuðurnir eru fríir eða árskort í sund.

Lifandi Hús og Danssport verða með kynningardag laugardaginn 4. október milli kl. 10 og 14 að Eyrarvegi 37 á Selfossi (2. hæð)

Nokkur fyrirtæki verða með tilboð á heilsutengdum vörum þessa vikuna:
- Intersport
- Efnalaug Suðurlands
- Skóbúð Selfoss Sportbær

 

Íbúar og aðrir eru hvattir til almennrar hreyfingar þessa vikuna og um að gera að ganga eða nota hjólið sem mest þótt það sé að koma haust.