Iðkendur í 1. flokki ásamt Birnu og Alinu við undirritun samningsins
HSH þrif og flutningar hafa gert 3 ára samstarfssamning við Fimleikadeild Selfoss.
HSH þrif og flutningar hófu samstarf við deildina í byrjun árs og hafa ákveðið að framlengja því til ársins 2028.
Við hjá deildinni erum svo sannarlega þakklát fyrir áhuga þeirra á áframhaldandi samstarfi og viljug til þess að halda því áfram sömuleiðis.
HSH þrif og flutningar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í faglegum þrifum á hótelum, sumarhúsum og gistiplássum, en einnig í stigahúsum og sameign auk þess sem þau eru með sérhæft alhliða þvottahús og línleigu. Þá eru þau með flutningabíla fyrir ýmis verk og hafa meðal annars hjálpað okkur hjá Fimleikadeildinni að ferja áhöld á milli húsa þegar við erum að halda einhverja viðburði.
Alina, annar eigandi HSH þrifa og flutninga kom í Baulu og undirritaði samninginn ásamt Birnu úr stjórn fimleikadeildarinnar.
Við hjá fimleikadeildinni erum virkilega ánægð með þetta áframhaldandi samstarf en HSH þrif og flutningar eru hluti af hópi dýrmætra samstarfsaðila sem hjálpa okkur að auka gæði í kringum starfið okkar.
Takk fyrir stuðninginn - við hlökkum til samstarfsins!