HSK/Selfoss sigraði á MÍ 11-14 ára

Frjálsar - MÍ 11-14 ára 2021 Sigurlið HSKSelfoss GKS
Frjálsar - MÍ 11-14 ára 2021 Sigurlið HSKSelfoss GKS

Lið HSK/Selfoss sigraði örugglega í stigakeppni Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára sem fram fór á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina 19.-20. júní. Keppendur frá HSK/Selfoss unnu fimmtán Íslandsmeistaratitla.

HSK/Selfoss sendi öflugt lið á mótið og sigraði í heildarstigakeppninni með 745 stig. FH varð í öðru sæti með 467 stig. HSK/Selfoss sigraði einnig stigakeppnina í flokkum 12 ára stúlkna, 14 ára stúlkna, 13 ára pilta og 14 ára pilta. Krakkarnir í HSK/Selfoss unnu sem fyrr segir fimmtán gullverðlaun en auk þess fjórtán silfurverðlaun og fjórtán bronsverðlaun.

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson varð Íslandsmeistari í 600 m hlaupi, Hjálmar Vilhelm Rúnarsson sigraði í spjótkasti og kúluvarp. Ívar Ylur Birkisson vann sömuleiðis tvo Íslandsmeistaratitla í 80 m grindahlaupi og í hástökki. Þá varð Emil Vilbergsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi.

Bryndís Embla Einarsdóttir varð fjórfaldur Íslandsmeistari en hún sigraði í 600 m hlaupi, í hástökki, kúluvarpi og spjótkast. Helga Fjóla Erlendsdóttir tvöfaldur Íslandsmeistari, hún sigraði í 60 m hlaupi og í langstökki. Ísold Assa Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi, Adda Sóley Sæland varð Íslandsmeistari í 600 m hlaupi og Þórunn Eyland Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti.

Nánar er fjallað um mótið á vef Sunnlenska.is

Sunnlenska.is/gks

---

Lið HSK/Selfoss fagnar sigri á mótinu.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Sigurdórsson