Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili Selfoss

islandsbanki2018gk
islandsbanki2018gk

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu undir samning í síðustu viku þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.

Það voru þeir Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í útibúi Íslandsbanka á Selfossi að viðstöddum glæsilegum fulltúum deildarinnar í 4. flokki kvenna.

„Við erum mjög ánægð með að hafa endurnýjað samninginn við Íslandsbanka. Bankinn hefur verið einn traustasti styrktaraðili deildarinnar undanfarna áratugi en hann er einnig viðskiptabanki okkar þar sem við höfum fengið mjög góða þjónustu og öll samskipti hafa verið mjög þægileg,“ sagði Jón Steindór, formaður að lokinni undirskriftinni.