Íslandsmeistaramótið á Akranesi

Mótokross - Fyrsta umferð Íslandsmótsins (2)
Mótokross - Fyrsta umferð Íslandsmótsins (2)

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram á Akranesi laugardaginn 26. júní. Keppendur frá Selfoss kepptu á mótinu og náðu tveir þeirra á verðlaunapall.

Alexander Adam Kuc keppti í tveimur flokkum, unglingaflokki og MX2, hann bar sigur úr bítum í unglingaflokknum og lenti í öðru sæti í MX2, frábær árangur hjá honum. Eric Máni Guðmundsson keppti líka unglingaflokki þar sem hann lenti í þriðja sæti.

Við óskum þeim til hamingju með þennan flotta árangur. Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins fer fram á Akureyri laugardaginn 10. júlí næstkomandi.

Umf. Selfoss/rb

---

Verðlaunahafar í unglingaflokki, Alexander fyrir miðju og Eric Máni t.v.
Ljósmynd: Umf. Selfoss