Íslandsmót í júdó

JSÍ logo
JSÍ logo

Íslandsmót fullorðinna í júdó verður haldið á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Laugardalshöllinni og hefst kl.10.

Fimm Selfyssingar keppa á mótinu en það eru Egill Blöndal, Grímur Ívarsson, Trostan Gunnarsson, Þór Davíðsson og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir. Skráðir keppendur eru tæplega 100 og eru þar á meðal allir bestu júdómenn og konur landsins.

Samkvæmt dagskrá mótsins hefst mótið eins og áður segir kl. 10 en áætluð mótslok eru um kl. 15:00  Vigtun keppenda er milli kl. 18 og 19 í JR í kvöld, föstudaginn 11. apríl.