Jólamót Frjálsíþróttadeildar

Jólamót Frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu mánudaginn 8. desember sl. Á mótinu var stokkið, kastað og hlaupið undir dynjandi jólatónlist.

Góð þátttaka var bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins. Keppt var í 30 m hlaupi, langstökki án atrennu og skutlukasti auk þess sem elstu börnin köstuðu kúlu.

Krakkarnir stóðu sig með prýði og gleði skein úr hverju andliti.

---

Mynd með frétt: „Hvað stökk ég í langstökki?“  Yngsti börnin  að kíkja á árangur sinn.
Efsta mynd: Í lok móts voru afhent  viðurkenningarskjöl með skráðum árangri í hverri grein.
Miðju mynd: Elsti krakkarnir  sæl að loknu móti.
Neðsta mynd: Yngstu börnin með skjölin sín.
Myndir: Umf. Selfoss/Kristín Gunnarsdóttir

Jólamót 2014 (2) Jólamót 2014 (4) Jólamót 2014 (1)