Jólasýning Fimleikadeildar Selfoss framundan

Hin árlega jólasýning Fimleikadeildar Selfoss fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla 9. desember nk.
Á sýningunni koma fram allir iðkendur Fimleikadeildar Selfoss og er sýningin ein stærsta fjáröflun deildarinnar. Í ár munu iðkendur túlka söguna um týndu prinsessuna Garðabrúðu og ævintýri hennar.
Að sýningunni lokinni verður kaffihúsastemmning í andyri Vallaskóla þar sem verður veitinga og kaffisala.

Miðasala er hafin á midix.is