Kári stóð sig vel

UMÍ 2014 Kári Valgeirsson
UMÍ 2014 Kári Valgeirsson

Kári Valgeirsson var eini sundmaður Umf. Selfoss sem náði lágmörkum fyrir Unglingameistaramót Íslands 2014 sem var haldið 28.-29. júní í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Hann keppti í 50 m, 100 m og 200 m skriðsundi og stóð sig með prýði. Tímarnir hans voru: 50 m - 28,34 sek, 100 m - 1:02,21 mín og 200 m - 2:18,67 mín.

amá

---

Kári keppti í þremur greinum í Hafnarfirði.
Mynd: Umf. Selfoss/Amanda Marie