Karolína Helga og Silvia Rós í úrvalshópi

Karolína og Silvia
Karolína og Silvia

Landsliðsþjálfarar A-landsliðsins í hópfimleikum hafa uppfært úrvalshópa fullorðinna fyrir Evrópumót 2024. Liðið er á leið á Evrópumót í haust og var úrvalshópurinn valinn eftir úrtökuæfingu síðastliðinn miðvikudag.

Karolína Helga í meistaraflokki Selfoss var valin í 16 iðkenda úrvalshóp kvennaliðs Íslands og Silvia Rós úr meistaraflokki er ein af þrettán í úrvalshópi blandaða liðsins.

Hópurinn er enn breytilegur og verður ekki fullmótaður fyrr en eftir sumarið en það er sannarlega frábær árangur að vera komnar svona langt.

Til hamingju stelpur!