Kiwanisklúbburinn Búrfell styrkir Litla íþróttaskólann

Diðrik, Aníta Þorgerður og Hilmar við afhendingu styrksins.
Diðrik, Aníta Þorgerður og Hilmar við afhendingu styrksins.

Kiwanisklúbburinn Búrfell hefur styrkt Fimleikadeild Selfoss með það að markmiði að kaupa ný áhöld fyrir íþróttaskólann. Það er kærkomið að fá styrk til þess og erum við spennt að panta inn ný áhöld. Yfir 120 börn koma til okkar á sunnudagsmorgnum til þess að njóta sín í íþróttaskólanum og skilar þessi styrkur sér því beint í starfið til þeirra.

Diðrik frá Kiwanisklúbbnum sagði að það væri þeim mikilvægt að styðja uppbyggingu barnastarfs, þar sem að börnin væru framtíðin og því þarft að stuðla að góðum grunni fyrir þau. Þá sagði hann árangur fimleikadeildarinnar eftirtektarverðan og því vilji til þess að styrkja starfið.

Þeir Diðrik og Hilmar, formaður styrktarsjóðsins þeirra, mættu í Tíbrá til þess að afhenda deildinni styrkinn. 
Aníta Þorgerður, deildarstjóri yngsta stigs hjá fimleikadeildinni tók við styrknum.

Við þökkum Kiwanisklúbbnum kærlega fyrir þennan veglega styrk sem mun nýtast vel í starfinu okkar.