Kynningarfundur Pepsi deildarinnar

Pepsi-deildar logo3 2010 portrett blatt
Pepsi-deildar logo3 2010 portrett blatt

Kynningarfundur Pepsi deildar kvenna fer fram mánudaginn 12. maí kl. 16:30 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.

Viðstaddir fundinn verða fulltrúar Ölgerðarinnar, fulltrúar KSÍ, fulltrúar knattspyrnudómara og fulltrúar félaganna í Pepsi deildinni (forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar) ásamt fulltrúum fjölmiðla.

Meðal efnis eru að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða, auk þess sem Ölgerðin mun kynna markaðsstarfið við deildina.

Keppni í Pepsi deild kvenna hefst þriðjudaginn 13. maí með fjórum leikjum og fyrstu umferðinni lýkur daginn eftir, miðvikudaginn 14. maí. Selfoss hefur leik á heimavelli gegn ÍBV þriðjudaginn 13. maí og hefst leikurinn kl. 18:00.