Leikmenn mánaðarins

leikmennnóv
leikmennnóv

Leikmenn nóvembermánaðar eru þau Embla Dís Gunnarsdóttir og Magnús Tryggvi Birgisson.

Embla Dís er á yngra ári í 3. flokki kvenna. Hún hefur æft af krafti á undirbúningstímabilinu, hefur verið að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ og staðið sig mjög vel.

Magnús Tryggvi er partur af fjölmennum 6. flokki karla, stundar æfingar mjög vel og hefur bætt sig mikið síðasta mánuðinn.

Óskum þessum flottu krökkum til hamingju.
Áfram Selfoss