Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Lífshlaup ÍSÍ
Lífshlaup ÍSÍ

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014. Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaða-, grunnskóla- og einstaklingskeppni, þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið. Ungmennafélag Selfoss hvetur alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu.

Opið er fyrir skráningu vinnustaða, grunnskóla og einstaklinga á www.lifshlaupid.is.