Markvarðaæfingar HSÍ

HSI_Logo
HSI_Logo

Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir markvarðaæfingum sem eru öllum opnar, án endurgjalds, annan hvern sunnudag.

Næsta markvarðaæfing er sunnudaginn 1. febrúar og fer sem fyrr fram í TM höll Stjörnunnar (Mýrinni í Garðabæ) og verður yngri hópurinn frá kl. 10:00-11:00 og eldri hópurinn frá kl. 11:00-12:00.

Yngri hóp tilheyra iðkendur á eldra ári í 5. flokk auk 4. flokks. Í eldri hópi eru iðkendur í 3. flokki og eldri.

Þema æfingarinnar á sunnudag er líkamleg þjálfun markvarða.

Æfingin er öllum opin og eru allir markverðir og markvarðaþjálfarar hvattir til að mæta og fylgjast með.

Minnum á fésbókarsíðu markvarðaþjálfunarinnar.