Mfl. Karla áfram í 16-liða úrslit í bikarnum

Selfyssingar sóttu Aftureldingu2 heim í 32-liða úrslitunum í bikarnum.  Afturelding2 byrjaði leikinn ágætlega og náði forystunni í 3-2 eftir 5 mínútur. Selfyssingar svöruðu svo til baka og náðu forystunni í 5-6 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Á þeim tímapunkti virtist Selfoss ætla að leggjast á sama planið og Afturelding2 og allar aðgerðir liðsins mjög hægar.  Selfoss náði aðeins að loka vörninni betur seinustu 20 mín fyrri hálfeiksins og fóru inn í leikhlé með 12-19 forystu. Það gerðist þó á 17 mínútu leiksins atvik sem skyggði mikið á þennan leik þegar Atli Kristinsson virðist meiða sig mjög illa og fór beinustu leið upp á sjúkrahús. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin hans eru.

 

Ljósmynd: sunnlenska.is/Vignir Egill.

Selfoss mætti miklu grimmari til leiks fyrstu mínútur seinni hálfleiks og náði að spila miklu betri vörn, fengu auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og flæðið betra í sókninni.  Komst liðið í 16-27 eftir 40 mínúta leik. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 20-36. Þá kom bakslag í leik Selfoss og vann Afturelding2 seinustu  10 mínúturnar 7-4, en þó 13 marka sigur staðreynd 27-40.

Það var lítill handbolti spilaður oft á tíðum í leiknum. Var Afturelding2 oft mjög grófir og seinir í varnaraðgerðum sínum og skyggja meiðsli Atla mjög á leikinn. Einar og Matthías stóðu upp í sókninni enda báðir með tíu mörk. Mjög gott að fá 5 mörk úr 5 skotum af línunni. Liðið er með 38 brotin fríköst, en í jafn hörðum leik og þessum þá á liðið að brjóta meira. 14 tapaðir boltar er full mikið gegn liði eins og þessu.

 

Tölfræði:

Einar S 10/14, 3 stoðsendingar, 3 fráköst og 9 brotin fríköst

Matthías Örn 10/13, 6 stoðsendingar, 4 tapaðir boltar, 4 varin skot  og 7 brotin fríköst

Magnús Már 4/4, 3 tapaðir boltar

Gunnar Ingi 4/6, 5 stoðsendingar, 3 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst

Atli K 3/3, 2 stoðsendingar, 3 stolnir boltar og 2 brotin fríköst

Jóhannes Snær 3/3 og 1 brotið fríkast

Árni Geir 3/5, 2 fráköst og 2 brotin fríköst

Jóhann G 2/4, 3 stoð og 8 brotin fríköst

Ómar H 1/1, 3 varin skot og 6 brotin fríköst

 

Markvarslan:

Helgi 12/24(50%)

Sverrir 7/22(32%)