Mfl. kvenna vann aftur

Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið besti leikur liðsins í vetur, en sigur er sigur. Sóknarleikurinn var reyndar fínn á köflum og náðust nokkrar góðar opnanir í hornunum sem er alveg nýtt. Þá skoruðu stelpurnar góð mörk úr fyrstu og annari bylgju í hraðaupphlaupum og loks m.a.s. úr hraðri miðju.

Hins vegar var varnarleikurinn dapur að þessu sinni, en þetta lið hefur örsjaldan fengið næstum 30 mörk á sig í deildarleik í vetur. En það er svo sem viðbúið að ekki sé alltaf hægt að ná því besta fram báðum megin á vellinum. Frammistaðan að þessu sinni dugði fyrir sigri og það er það sem skipti máli.

Næsti leikur liðsins er gegn hinu gríðarlega sterka liði Víkings sem hefur aðeins tapað einum deildarleik í vetur og er annað tveggja liða sem hefur tekist að sigra okkar stelpur í vetur. Sá leikur er í Vallaskóla næsta þriðjudagskvöld kl. 21:00 og er fólk hvatt til þess að mæta og sjá tvö efstu lið deildarinnar spila.

Áfram Selfoss