Minningar- og uppskeruhátíð í boði STUDIO SPORT

Á morgun laugardaginn 20 maí verður Minningar- og uppskeruhátíð fimleikadeildar Selfoss. Hátíðin er í boði STUDIO SPORT. Hátíðin er haldin í minningu Magnúsar Arnars Garðarssonar fyrrum iðkanda og þjálfara deildarinnar. Við ætlum að eiga gleðilegan dag saman með iðkendum og fjölskyldum þeirra. Allir áhugasamir eru velkomnir á hátíðina.

Hátíðin hefst kl 12.

ÁFRAM SELFOSS