Minningarmót um Magnús Arnar

Fimleikar - Verðlaunahafar (2)
Fimleikar - Verðlaunahafar (2)

Fimleikadeild Selfoss heldur árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson. Vegna samkomutakmarkanna var ákveðið að skipta iðkendum deildarinnar upp í þrjá aldurshópa og halda uppskeruhátíð í formi æfingar með breyttu sniði í Baulu, æfingahúsnæði fimleikadeildarinnar. Æfingarnar einkenndust af leik og gleði.

Á uppskeruhátíð elstu iðkenda deildarinnar fór fram verðlaunaafhending þar sem tilkynnt var um val á fimleikamanni og fimleikakonu ársins auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir framför og ástundun, efnilegasta unglinginn, félaga ársins og lið ársins.

Eftirfarandi iðkendur fimleikadeildarinnar hlutu verðlaun:
Fimleikakona árins – Karolína Helga Jóhannsdóttir
Fimleikamaður ársins – Ævar Kári Eyþórsson
Efnilegasti unglingurinn kvk – Ása Kristín Jónsdóttir
Efnilegasti unglingurinn kk – Daníel Már Stefánsson
Framfarir og ástundun kvk – Hekla María Oddsdóttir
Framfarir og ástundun kk – Axel Ívan Friðbertsson
Félagi ársins – Bjarni Már Stefánsson
Lið ársins – 5.flokkur, stúlkur fæddar 2012

Umf. Selfoss/sóh

---

Á mynd með frétt eru verðlaunahafar á minningarmóti. Efri röð f.v. Axel, Bjarni Már, Daníel Már og Ævar Kári. Neðri röð f.v. Ása Kristín, Karolína Helga og Hekla María Oddsdóttir.
Á mynd fyrir neðan eru stelpurnar í 5. flokki sem er lið ársins.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss