Móttaka Árborgar fyrir keppendur á Norðurlandamóti unglinga

Fjóla bæjarstjóri ásamt iðkendum og þjálfurum sem tóku þátt á Norðurlandamóti unglinga í apríl.
Fjóla bæjarstjóri ásamt iðkendum og þjálfurum sem tóku þátt á Norðurlandamóti unglinga í apríl.

Föstudaginn 10. maí síðastliðinn þáðu stúlkurnar í 1. flokki boð í móttöku í ráðhúsinu eftir þátttöku þeirra á Norðurlandamóti unglinga.

Þar tóku á móti þeim Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundar og Karl Ágúst Hannibalsson, verkefnastjóri íþrótta - og æskulýðsmála. Stúlkurnar fengu afhentar rósir og bíómiða og fengu þær mikið hrós fyrir þá frábæru frammistöðu að hafa verið valdar fyrir Íslands hönd til þess að keppa á Norðurlandamótinu.

Það er alltaf ánægjulegt þegar tekið er eftir árangri sem er uppskera mikillar vinnu og þökkum við Árborg kærlega fyrir viðurkenninguna.