Niðurröðun í fimleika lokið

barbara
barbara

Nú ættu allir að vera komnir með stundatöflu fyrir veturinn í fimleikadeildinni. Ef einhver hefur ekki fengið senda töflu en skráði samt á réttum tíma þá vinsamlegast sendið póst á fimleikarselfoss@simnet.is.

Einhverjir hafa verið að týnast inn á síðustu metrunum og búið er að koma flestum að og unnið er að koma þeim öllum að. Eitthvað hefur verið um að fólk hafi skráð börnin sín í kerfið en ekki gengið frá því alla leið og því hafa börnin ekki komist inn í forskráningarlistann. Af þeim völdum gætu einhverjir enn verið að bíða eftir töflum og hafið þá endilega samband því þá er barnið ekki á neinum lista.

Að lokum biðjum við um smá þolinmæði á meðan þetta rúllar af stað en þá sjáum við glufur þar sem við getum bætt þeim inn í sem skráðu sig of seint.  Síða Fimleikadeildarinnar á heimasíðu Umf. Selfoss verður uppfærð á næstu dögum og þá birtast þar allir æfingatímar.

Hlökkum til að eiga með ykkur bæði gefandi og skemmtilegt samstarf í vetur.

Áfram Selfoss