Opið fyrir skráningar í knattspyrnu

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Búið er að opna fyrir skráningu í knattspyrnu fyrir tímabilið 2014-2015. Allar skráningar fara í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra.

Opið er fyrir skráningu í Nóra til og með 14. október. Þar gefst forráðamönnum tækifæri til að dreifa greiðslum á allt að 12 mánuði auk þess að velja milli þess að greiða með krítarkorti eða greiðsluseðlum í heimabanka. Þeir sem ekki ganga frá greiðslu fyrir 14. október fá einn greiðsluseðil í heimabanka fyrir æfingagjöldum alls tímabilsins.

Hér má einnig finna upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld.