Opinn fundur um knattspyrnu á Selfossi

Fótbolti
Fótbolti

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss heldur opinn fund um knattspyrnu á Selfossi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 20:30 í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, að Engjavegi 50.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um knattspyrnu en á honum verður farið verður yfir starf og stöðu deildarinnar fyrir komandi keppnistímabili.

Gaman væri að sjá sem flesta sem vilja koma að starfi deildarinnar hvort sem er í tengslum við meistaraflokka, yngri flokka eða umgjörð leikja og móta.