Öruggur sigur Selfyssinga

Selfoss merki
Selfoss merki

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingum í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir að staðan var 18-14 í hálfleik urðu lokatölur 32-27.

Hornamenn Selfyssinga þeir Andri Hrafn Hallsson og Andri Már Sveinsson fóru á kostum í upphafi leiks og skoruðu níu af fyrstu tólf mörkum Selfoss. Eins og áður segir voru Selfyssingar yfir í hálfleik en Víkingar bitu frá sér í upphafi seinni hálfleiks og jöfnuðu 22-22. Þá kom Sebastian Alexandersson í markið og lokaði því á lokakaflanum. Fimm marka sigur Selfyssinga því í höfn 32-27.

Andri Hrafn var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Andri Már skoraði 7/3, Einar Sverrisson og Hörður Másson 4, Sverrir Pálsson 3, Atli Kristinsson og Jóhannes Snær Eiríksson 2 og þeir Jóhann Erlingsson og Ómar Helgason skoruðu sitt markið hvor.

Sverrir Andrésson varði 13/1 skot og var með 37,1% markvörslu en Sebastian Alexandersson varði 8/2 og var með 61,5% markvörslu.

Selfoss er áfram í 3. sæti deildarinnar með 21 stig og mætir næst ÍH á útivelli í Hafnarfirði laugardaginn 22. febrúar klukkan 16:00.

Lesa má nánar um leikinn á vef Sunnlenska.is.