Ósigur á Ásvöllum

Olísdeildin
Olísdeildin

Stelpurnar okkar fóru í Hafnarfjörð í dag þar sem þær mættu liði Hauka í Olísdeildinni í handbolta. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu stórsigur í leiknum 38-21 eftir að staðan í hálfleik var 19-13 og voru okkar stelpur langt frá sínu besta í dag.

Kara Rún Árnadóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Carmen Palamariu skoraði 6 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir 3, Margrét Katrín Jónsdóttir 2 og þær Thelma Sif Kristjánsdóttier, Helga Rún Einarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 1 mark hver.

Það er stutt í næsta leik sem er á heimavelli gegn FH þriðjudaginn 18. febrúar og hefst klukkan 19:30. Mætum öll á pallana því að stelpurnar þurfa svo sannarlega á stuðningi áhorfenda að halda.