Perla með landsliðinu til Spánar

Perla Ruth
Perla Ruth

Perla Ruth Albertsdóttir er úti með A-landsliði kvenna, en liðið hefur verið út í Noregi síðustu daga þar sem stelpurnar spiluðu m.a. æfingaleik við B-lið Noregs. Perla komst á blað í leiknum.

Á morgun, föstudag er fyrri leikurinn gegn Spánverjum um laust sæti á HM 2019 í Antequera. Seinni leikurinn fer fram hér heima, fimmtudagskvöldið 6. júní í Laugardalshöll kl 19:45. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir stelpurnar okkar og þurfa þær á okkar stuðningi að halda!

Hópinn í heild sinni má sjá hér.