Pólskur markmaður til Selfoss

Pawel-Selfoss
Pawel-Selfoss

Pólverjinn Pawel Kiepulski hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Pawel er 31 árs gamall markmaður sem spilað hefur í efstu deild í Póllandi allan sinn feril, nú síðast með liðinu GSPR Gorzów Wielkopolski. Hann kom hér á reynslu fyrr í ágúst og spilaði m.a. á Ragnarsmótinu. Pawel mun verða góð styrking við lið Selfoss fyrir komandi vetur.