Ragnar Jóhannsson kemur heim

Rgnar Jóhannsson
Rgnar Jóhannsson

Örvhenta skyttan Ragnar Jóhannsson hefur samið við Handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Ragnar er Selfyssingum að góðu kunnur og þarf vart að kynna. Hann er uppalinn í Selfoss og lék 93 leiki með meistaraflokk á árunum 2005-2011 og skoraði í þeim 524 mörk.

Ragnar hefur átt góðan feril hér heima og erlendis, en hann gekk til liðs við FH árið 2011. Árið 2015 hélt hann til Þýskalands í atvinnumennsku og hefur verið þar síðan, fyrst með Hüttenberg og með Bergischer HC frá árinu 2019.  Í Þýskalandi hefur hann skorað 448 mörk í 148 leikjum.

Samningur Ragnars við Bergischer átti að renna út næstkomandi vor en eftir samkomulag ákvað Ragnar að rifta samning nú um áramótin og mun Ragnar því koma til liðsins nú í janúar. Með góðum stuðningi dyggra stuðningsaðila var hægt að láta þetta verða að veruleika á þessum, annars erfiðu tímum. Við bjóðum Ragga hjartanlega velkominn heim!

https://www.youtube.com/watch?fbclid=IwAR00dafJhXzn225tvi_SSNrOFb_9nO6-F-6zeWXQmrxeXz5AcD3p2fszO4c&v=9BLfiABcoBI&feature=youtu.be