Risapottur sjöttu vikuna í röð

1X2_210_080214
1X2_210_080214

Á morgun, laugardaginn 8. febrúar, verður 210 milljóna risapottur í boði á Enska seðlinum fyrir 13 rétta.  Ástæðan er sú að vinningar fyrir 10 rétta  síðastliðinn laugardag náðu ekki lágmarksútborgun.

Ekkert lát verður á risapottum í upphafi árs og er þetta sjötta vikan í röð sem risapottar er í boði. Vonandi verða einhverjir góðir sem taka hluta af þessu á Selfoss.

Vorleikur Selfoss getrauna er nýbyrjaður og ennþá möguleiki að bætast í hópinn.

Hvetjum fólk til að mæta í getraunakaffið í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardag. Það verður heitt á könnunni og bakkelsi frá Guðnabakaríi. Einnig er hægt að tippa á netinu eða næsta sölustað og muna að merkja við 800, getraunanúmer Selfoss, á getraunaseðlinum.