Samningur við iðkendur í meistaraflokki

Iðkendur í meistaraflokki fimleikadeildar Selfoss ásamt stjórnarkonum við undirritun samningsins.
Iðkendur í meistaraflokki fimleikadeildar Selfoss ásamt stjórnarkonum við undirritun samningsins.

Nú í vikunni skrifuðu iðkendur í meistaraflokki undir samning við Fimleikadeild Selfoss fyrir keppnistímabilið 2025-2026.

Við erum virkilega stolt af þessum flottu fimleikakonum sem eru á leið inn í nýtt keppnistímabil. Hópurinn samanstendur af 16 iðkendum og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim í vetur að takast á við nýjar og spennandi áskoranir. Stúlkurnar eru miklar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur í deildinni og alltaf gott að hafa þær í salnum en þær koma með mikla leikgleði, metnað og áræðni sem smitast yfir á aðra. 

Iðkendur í meistaraflokki sem eru fæddar árin 2007 og eldri fá æfingagjöldin sín felld niður og erum við mjög stolt af því að geta boðið þeim upp á það, auk þess sem við erum með metnaðarfullt og reynslumikið þjálfara og fagteymi í kringum liðið sem við erum virkilega ánægð með.

Takk fyrir ykkur stelpur, við erum sjúklega spennt fyrir komandi tímum!