Sannfærandi sigur á Stjörnunni

Gumma og Erna
Gumma og Erna

Stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar á útivelli í Pepsi-deildinni á fimmtudag í seinustu viku. Lokatölur leiksins urðu 1-2 fyrir Selfoss.

Staðan var 0-1 fyrir Selfoss í hálfleik eftir að þrumufleygur Önnu Maríu Friðgeirsdóttir söng í neti Garðbæinga á 20. mínútu. Það var svo landsliðsframherjinn Guðmunda Brynja Óladóttir sem tryggði Selfyssingum sigur með marki á 68. mínútu eftir þunga sókn Selfyssinga.

Þetta var fyrsti ósigur Íslands- og bikarmeistaranna í rúmt ár og jafnframt annar sigur Selfoss í deildinni þar sem liðið situr í fimmta sæti með 6 stig.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Myndaveisla úr leiknum er á vef Fótbolta.net.

Næsti leikur stelpnanna er á heimavelli gegn Þrótti á morgun, þriðjudag, og hefst leikurinn kl. 19:15.

---

Guðmunda Brynja og Erna fagna sigurmarki Selfyssinga.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð