Sannfærandi sigur í Garðabæ - Risaleikur á sunnudag

68736968_1321764777986570_1115231568856612864_o
68736968_1321764777986570_1115231568856612864_o

Selfoss vann mikilvægan sigur á KFG þegar liðin mættust í 2. deildinni í Garðabæ í kvöldkvöldi. Þessi lið að berjast á sitthvorum enda töflunnar.

Það voru Selfyssingar sem að skoruðu fyrsta mark leiksins á 25. mínútu. Þar var að verki Jökull Hermannsson en boltinn barst þá til hans inni í vítateig KFG eftir að markvörður heimamanna hafði varið boltann út í teig. Það var eina mark fyrri hálfleiks og Selfyssingar leiddu eftir 45 mínútur.

Heimamenn jöfnuðu leikinn þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik með snyrtilegu skoti fyrir utan teig. Staðan var ekki lengi jöfn því Hrvoje Tokić kom Selfyssingum yfir einungis fjórum mínútum síðar eftir að hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Guðmundi Tyrfingssyni.

Þór Llorens Þórðarsson var búinn að vera inni á vellinum í þrjár mínútur þegar hann lagði upp þriðja mark Selfoss. Hann sendi boltann þá í gegnum varnarlínu KFG, þar var Tokic mættur og skoraði sitt annað mark.

Lokatölur á Samsung-vellinum 1-3 okkar mönnum í vil. Skjálftamenn mættu á völlinn í kvöld og sungu og trölluðu allan leikinn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það!

Það er skammt stórra högga á milli því að á sunnudag mætir topplið deildarinnar, Leiknir F. á JÁVERK-völlinn. Þar þurfa strákarnir alvöru stuðning!

Sjáumst á JÁVERK-vellinum klukkan 14:00 á sunnudag!

ÁFRAM SELFOSS