Sanngjarnt jafntefli

Eva Lind gegn Val
Eva Lind gegn Val

Selfyssingar gerðu jafntefli við Val þegar liðin mættust í fyrsta umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Egilshöllinni í kvöld. Lokatölur voru 2-2.

Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum yfir á 33. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Eva Lind Elíasdóttir, 0-2 í hálfleik.

Valskonur sótti meira í seinni hálfleik en vörn Selfyssinga átti í fullu tré við andstæðingana þar til Dóra María Lárusdóttir minnkaði muninn úr afar umdeildri vítaspyrnu á 65. mínútu. Valur gekk á lagið og Ólína G. Viðarsdóttir jafnaði leikinn korteri fyrir leikslok.

Næsti leikur stelpnanna er í Fífunni sunndaginn 15. mars kl. 15 gegn Breiðabliki.

Frétt á Sunnlenska.is.

---

Eva Lind í leik gegn Val sl. sumar.
Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl