Selfoss áfram í átta liða úrslit bikarsins

ISL_2019-05-22-3850
ISL_2019-05-22-3850

Meistaraflokkur karla tryggði sig áfram í átta liða úrslit Coca Cola bikar karla eftir 13 marka sigur á Þór Akureyri norðan heiða nú í kvöld, 29-36.

Selfyssingar komust fljótt yfir í leiknum og alveg ljóst í hvað stefndi, staðan í hálfleik 9-20. Áfram héldu þeir að bæta forskotið í seinni hálfleik og lokatölur 29-36. Ekki skemmtilegasti leikur vetrarins en þó má nefna að margir af okkar ungu strákum fengu að spreyta sig í kvöld og stóðu þeir sig með prýði.

Afturelding, ÍBV og Fjölnir eru einnig komin áfram í bikarnum en á morgun klárast leikirnir í 16-liða úrslitum og þá skýrist endanlega hvaða lið komast áfram. Við viljum vekja sérstaka athygli á leik ÍR og frændum okkar í Mílan sem fram fer í Austurbergi kl 19:00. 

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/4, Ísak Gústafsson 6, Haukur Þrastarson 4, Ari Sverrir Magnússon 4/2, Alexander Már Egan 3, Daníel Karl Gunnarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 1, Magnús Öder Einarsson 1

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12 (46%) og Sölvi Ólafsson 4 (25%)

Fjallað er um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Fjölni í Grafarvoginum á sunnudaginn kl. 18:00.


Hergeir Grímsson skoraði 10 mörk í 10 skotum í kvöld.
Umf. Selfoss / JÁE