Selfoss got talent 2016

Selfoss got talent 2016
Selfoss got talent 2016

Nú er loksins komið að því en hæfileikakeppnin Selfoss Got Talent fer fram í annað sinn á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 30. janúar.

Þar leiða saman hesta sína allar helstu íþróttastjörnur úr meistaraflokkum á Selfossi og reyna aldrei þessu vant að heilla dómarana sem oftar en ekki eru í því hlutverki að skakka leikinn. Til leiks mæta meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og fótbolta ásamt liði FSu í körfubolta og fimleikafólki Selfoss.

Keppnin verður enn stærri og flottari í ár þegar stóru deildirnar á Selfossi mætast í einni umtöluðustu keppni síðasta árs. Keppnin verður núna haldin á Hótel Selfossi þar eru allir velkomnir að sjá okkar helstu stjörnur fara út fyrir þægindarramman!

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á Selfoss got talent á fésbókinni.

Miðaverð er kr. 1.000-

Hlökkum til að sjá sem flesta.