Selfoss kemur best út úr verðsamanburði

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Selfoss kemur best út úr samanburði við verðlagseftirlit sem birtiast í dag í frétt á vef Alþýðusambands Íslands. Þar var sagt frá verðlagseftirliti ASÍ á æfingagjöldum í knattspyrnu hjá 16 íþróttafélögum víðsvegar um landið. Selfoss var ekki meðal þeirra félaga sem haft var samband við en mjög auðvelt er að sjá að Selfoss kemur vel út í samanburði við félögin 16.

Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþróttafélaganna. Til að verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrá félaganna saman var fundið út mánaðargjald fyrir vorönn, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn, sum eru með árgjald, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána.

Þetta er í samræmi við verðkönnun ASÍ á æfingagjöldum í fimleikum og handknattleik og fjallað var um á heimasíðu Umf. Selfoss fyrir jól. Þá er líka gaman að geta þess að æfingagjöld hækkuðu ekkert hjá Umf. Selfoss nú um áramótin en vakin var athygli á því í framhaldi af bréfi frá ASÍ.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð á æfingagjöldum hjá Selfoss og félögunum í verðlagseftirliti ASÍ.

Knattspyrna - árið 2013-14 4. flokkur - vorönn 5 mán * 6. flokkur - vorönn 5. mán
Ungmennafélag Selfoss           22.500               20.000    
Knattspyrnufélag Akureyrar - KA           23.333               18.889    
Íþróttafélagið Þór           24.375               20.625    
Knattspyrnufélag Reykjavíkur - KR            25.833               24.167    
Ungmennafélagið Stjarnan           26.083               22.875    
Knattspyrnufélagið Fram           27.917               23.333    
Knattspyrnufélagið Þróttur           28.125               23.667    
Íþróttafélagið Grótta           28.250               28.250    
Knattspyrnufélagið Haukar            30.000               28.750    
Íþróttafélag Reykjavíkur - ÍR            30.000               25.833    
Íþróttafélagið Fylkir           30.417               23.750    
Fimleikafélag Hafnafjarðar - FH           30.833               25.833    
Knattspyrnufélagið Víkingur           31.250               25.000    
Handknattleiksfélag Kópavogs - HK           32.727               27.727    
Ungmennafélagið Fjölnir            33.333               29.167    
Ungmennafélagið Breiðablik           34.250               29.083    
Knattspyrnufélag ÍA           36.667               33.333    
* töflu raðað upp eftir gjaldskrá í 4. fl.    

Upplýsingar um æfingagjöld hjá Umf. Selfoss.