Selfoss lá gegn toppliðinu

Olísdeildin
Olísdeildin

Það var við ramman reip að draga þegar Selfoss heimsótti Stjörnunna í Olísdeildinni á laugardag. Ungt og afar efnilegt lið Selfyssinga mátti sín lítils gegn toppliði deildarinnar og skoraði aðeins fimm mörk í fyrri hálfleik í Garðabænum. Staðan í leikhléi var 15-5 fyrir Stjörnunni. Í síðari hálfleik var meira jafnræði með liðunum en þegar upp var staðið hafði Stjarnan fjórtán marka sigur 32-18.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk en níu leikmenn liðsins dreifðu markaskoruninni á milli sín. Dagmar Öder Einarsdóttir skoraði 4 mörk, Hildur Öder Einarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 2 mörk hvor og Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, Elena Birgisdóttir, Margrét Katrín Jónsdóttir, Kara Rún Árnadóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu 1 mark hver.

Áslaug Ýr Bragadóttir varði 5 skot af 23 og Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 7 skot af 21.