Selfoss lá gegn Víkingi

Lengjan_rgb
Lengjan_rgb

Selfyssingar steinlágu þegar þeir mættu Reykja-Víkingi í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í gærkvöldi. Lokatölur voru 4-0.

Víkingar komust yfir eftir rúman hálftíma. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Einar Ottó Antonsson sitt annað gula spjald og Selfyssingar léku því manni færri allan seinni hálfleikinn.

Víkingar áttu ekki í vandræðum gegn tíu Selfyssingum og gerðu þeir út um leikinn í seinni hálfleik með þremur mörkum á tólf mínútna kafla.

Selfoss er í 5. sæti riðilsins með 3 stig en Víkingar í 2. sæti með 4 stig.

Frétt af Sunnlenska.is.