Selfoss náði í stig í Breiðholtinu

Selfyssingar sóttu ÍR-inga heim í Austurberg síðastliðinn föstudag og fengu úr þeim þeim leik eitt stig. Um hörkuleik var að ræða sem endaði 28 - 28, en í leikhléi var einnig jafnt, 13 - 13.

Leikurinn var jafn og gat allt eins farið þannig að annað hvort liðið hefði heppnina með sér og næði fram sigri. Því má kannski segja að jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða. Vörn Selfoss var góð í leiknum sem og markvarsla. Matthías átti góðan leik sem og Atli Kristins. Ómar stóð fyrir sínu og Trausti átti flotta innkomu. Þá lék Hörður afar vel í seinni hálfleik og skoraði mikilvæg mörk. Næsti leikur liðsins er svo á föstudaginn næsta úti gegn Fjölni.

Atli K 6
Matti 6
Höddi 5
Einar 3
Trausti 2
Andri 2
Ómar 1
Sæli 1
Maggi 1
Gunni 1

Helgi varði 20/2