Selfoss sækir Fylki heim í undanúrslitum

Borgunarbikarinn
Borgunarbikarinn

Selfoss mætir Fylki á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu en dregið var í hádeginu í dag. Leikur liðanna fer fram á Fylkisvellinum í Árbæ föstudaginn 25. júlí og hefst kl. 18:00.

Svo skemmtilega vill til að liðin mætast í næstu umferð Pepsi-deildarinnar, á Fylkisvellinum annað kvöld kl. 19:15.

Bikarmeistarar Breiðabliks taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í hinum undanúrslitaleiknum.

 

Borgunarbikar kvenna