Selfoss tapaði fyrsta degi Ragnarsmóts karla

Ragnarsmót karla 2020
Ragnarsmót karla 2020

Selfoss tapaði fyrir Fram með fimm mörkum, 24-29, í fyrri leik kvöldsins á Ragnarsmóti karla. Framarar leiddu allan leikinn og voru fljótlega komnir í fjögurra marka forystu. Fram leiddi í hálfleik með fjórum mörkum, 9-13. Selfyssingar náðu sér aldrei á strik og sigur Framara aldrei í hættu. Lokatölur 24-29.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 9, Ísak Gústafsson 4, Einar Sverrisson 3, Hergeir Grímsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Daníel Karl Gunnarsson 1 

Varin skot: Vilius Rasimas 18 (38%).

Mörk Fram: Matthías Daðason 5, Breki Dagsson 4, Kristinn Hrannar Elísberg 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 3, Vilhelm Poulsen 3, Aron Óskarsson 3, Arnar S. Magnússon 2, Sigurður Þorsteinsson 1, Andri Rúnarsson 1

Varin skot: Lárus Ólafsson 11 (38%) og Valtýr Hákonarson 2 (16%).


Í seinni leik kvöldsins sigraði Afturelding Stjörnuna með fimm mörkum, 27-22. Afturelding hafði yfirhöndina í fjörugum leik, staðan í hálfleik var 13-16 Aftureldingu í vil. Seinni hálfleikur einkenndist af mistökum hjá báðum liðum, en þó voru Mosfellingar ávallt með yfirhöndina og sigldu á endanum fimm marka sigri í höfn, 27-22.

Mörk Stjörnunnar: Brynjar Hólm 4, Dagur Gautason 3, Andri Konráðsson 3, Hrannar Eyjólfsson 3, Lesó Snær Pétursson 3, Starri Friðriksson 3, Pétur Árni Hauksson 2, Arnar M. Rúnarsson 2, Goði Sveinsson 1.

Varin skot: Adam Thostensen 7 (30%) og Brynjar D. Brynjarsson 4 (27%)

Mörk Aftureldingar: Guðmundur Árni Ólafsson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Birkir Benediktsson 3, Úlfar Páll Monsi 2, Gunnar Malmquist 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Bergvin Þór Gíslason 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1.

Varin skot: Brynjar Sigurjónsson 11 (33%).

Leikir morgundagsins eru ekki af verri endanum, kl 17:45 mætast ÍBV og Afturelding og kl 20:30 eigast við Fram og Haukar. Að sjálfsögðu allt í beinni á SelfossTV.


Mynd: Meistaraflokkur karla við leiði Ragnars Hjálmtýssonar.
Umf. Selfoss / Grímur Hergeirsson