Selfoss U tekur þátt í Íslandsmótinu

Selfoss U
Selfoss U

Í haust var tekin sú ákvörðun að senda til leiks Selfoss U í Íslandsmót karla. Þetta var gert til að mæta þeim fjölda iðkenda sem er að stíga upp úr 3.flokk og hafa ekki fengið sæti í meistaraflokk. Þjálfari liðsins er Örn Þrastarson.

Liðið leikur í 2.deild Íslandsmótsins og situr í 4.sæti deildarinnar um þessar mundir, en deildin er aðeins skipuð U-liðum. Liðið leikur heimaleiki sína í Hleðsluhöllinni og við hvetjum fólk til að mæta á leiki hjá strákunum, að sjálfsögðu er frítt inn.


Mynd: Lið Selfoss U eftir sigurleik gegn Fram U, 27-37.